Smástundarsafnið

Eftir nokkurra ára hlé mun Smástundarsafnið poppa upp á ný innan skamms.

Það sem greinir Smástundarsafnið frá venjulegu safni, fyrir utan tímabundna starfsemi þess, er að það byggir alfarið á þátttöku safngesta og frásögnum þeirra af hlutum sem þátttakendur koma með á þematengda viðburði safnsins hverju sinni. Megin markmið safnsins er að skapa samræðuvettvang þar sem persónulegum frásögnum er safnað fremur en efnislegum munum. Á viðburðinum er frásögnin skráð niður og höfð til sýnis ásamt meðfylgjandi hlut á meðan á viðburðinum stendur.

Auk þess að byggja viðburði okkar alfarið á  þátttöku gesta, finnst okkur mikilvægt að vera í samtali við aðrar stofnanir og einstaklinga þegar við veljum okkur þema og vettvang til að poppa upp.

Endilega hafðu samband 

Um Smástundarsafnið
Safnkosturinn
Fjölmiðlaumfjöllun