Um safnið

Hvað er Smástundarsafn?

Smástundarafnið er samræðuvettvangur þar sem fólki er gert kleift að segja frá og hlýða á frásagnir tengdar efnislegum hlutum. Það poppar upp, venjlulega einn eftirmiðdag í senn, á ólíkum stöðum í hvert skipti. Fyrirmyndin er byggð á söfnum Ninu Simone og Michelle DelCarlo.

Það sem greinir Smástundarsafnið frá venjulegu safni, fyrir utan tímabundna starfsemi þess, er að það byggir alfarið á þátttöku safnagestanna og eru því frásagnirnar birtar eins og þær voru miðlaðar, óritskoðaðar. Megin markmið safnsins er að skapa vettvang þar sem frásagnir eru í fyrirrúmi. Þannig geta hversdaglegir hlutir, eins og t.d. hanskar, óléttupróf, skíðagleraugu, trúlofunarhringur, sundbolti og þurrkað laufblað verið áminning um sögu eða minningu sem eiga erindi í safnskost Smástundarsafnsins. Það kannast allir við að eiga hlut sem er kannski ekki merkilegur öðrum en hann vekur upp minningar í hvert skipti sem þú berð hann augum, saga hans gefur honum gildi, hann hefur jafnvel mótað líf þitt á einhvern hátt. Smástundarsafnið er vettvangur þar sem safngestir geta komið saman og deilt þessum sögum og minningum tengdum þessum hlutum í stundarkorn.

Smástundarsafnið var stofnað árið 2012 og skaut upp kollinum reglulega í rúmt ár. Eftir nokkurra ára hlé mun safnið poppa upp á ný innan skamms. Við ætlum að halda í það gamla góða en vinna meira úr efninu að viðburðum loknum en við gerðum áður. Það verður spennandi að sjá hvernig Smástundarsafnið mun þróast með okkur og reynslu áranna sem hefur liðið frá því við poppuðum upp síðast.

Hvernig tek ég þátt?

Þú mætir í Smástundarsafnið með hlut sem er þér hugleikinn á auglýstum opnunartíma og opnunarstað. Upplýsingar um stað, stund og þema birtast hér á heimasíðunni, á Facebook síðu safnins og á þeim almenningsstöðum sem tengjast staðsetningu safnsins hverju sinni. Þegar þú kemur á safnið og hefur fengið þér kaffi og meðþví, sestu niður með okkur og segir frá hlutnum þínum og skráir niður sögu hans og við tökum af honum ljósmynd. Að þessu loknu tekur þú hlutinn aftur með sér heim, þar sem hann heldur áfram að vera partur af lífi þínu og skapa jafnvel enn fleiri minningar. Frásögnin og ljósmyndin verða síðan færðar hér inná heimasíðu Smástundarsafnsins þar sem þær verða aðgegnilegar öllum til lesturs og yndisauka. Eftir að Smástundarsafninu hefur verið lokað mynda þessar skráningar vitnisburð um starfsemi safnsins og varðveitir persónulega sögu hlutarins um ókomna tíð.

Allar fyrirspurnir og ábendingar sendast á smastundarsafnid@gmail.com eða hér á heimasíðu safnsins.

Safnstjórar Smástundarsafnsins

Edda Björnsdóttir útskrifast sem samfélagsfræðikennari frá Háskóla Íslands 2017. Hún lauk áður meistaraprófi í menningarmiðlun og hefur undanfarið starfað fyrir söfn og sýningar við gerð viðtalsmynda. Á sviði safnastarfs hefur hún áhuga á að leita leiða til að opna söfn fyrir nærsamfélaginu og koma á samtali þar sem fjölbreytileikinn fær notið sýn á valdeflandi hátt.

Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir útskrifaðist sem sjónrænn mannfræðingur frá Freie Universität Berlin 2015. Hún notar mikið sögur og frásagnir til að skyggnast inní heim barna og ungmenna á Austurströnd Grænlands, þar sem hún býr hluta árs.
johannabjork.net

Karina Hanney Marrero er verkefnastýra og listfræðingur. Hún hlaut mastersgráðu í Samtímalistfræði frá Goldsmiths University of London árið 2014. Á undanförunum árum hefur hún fengist við verkefni, sýningar og útgáfur í Reykjavík, London og í Winnipeg í Kanada. Í rannsóknum sínum beinir hún sjónum sínum að efnismenningu, hliðarsögum, matar pólitík og inngriparmætti listarinnar.
karinahanneymarrero.net

……………………………………………………

What is Smástundarsafnið?

Smástundarsafnið or The Pop Up Museum gives its guests a chance to share or reflect on memories and stories related to material objects. The museum differs from a traditional museum in two ways. Firstly, it’s only temporarily open and secondly it relies 100% on the participation of its guests, thus the stories and documentation are published uncensored. In other words the Pop Up Museums main aim is to enable the channeling of everyday stories and dictates. Ordinary objects for example; gloves, a pregnancy test, skiing goggles, an engagement ring, a beach ball or a dried leaf thus become the focus of thought and their stories become a part of the Pop Up Museum collection. Everyone can relate to owning an object that has a special meaning and evokes memories every time they lay your eyes on it. It is the story behind the object that gives it extra value; perhaps it has even changed your life in some way? The Pop Up Museum forms a platform for sharing these stories and memories for a short period of time.

How do I take part?

You bring your object of choice to the museum while it is open. The opening hours, venue and theme are advertised in advance on the homepage, on Facebook and at other in other venues that relate or are around the museums venue. Following your arrival, greeting and drinking of coffee you introduce your object and write down its story, in the mean while we take photographs of it. The story together with the photograph will then be uploaded onto our homepage for everyone to see and enjoy. After the documentation has taken place you take object back home where it will hopefully continue to trigger even more memory making. After the Pop Up Museums closing these uploads reflect the event and share your immediate stories for years to come.

For inquiries and questions send us an email at smastundarsafnid@gmail.com

The Curators of Smástundarsafnið

Edda Björnsdóttir graduated as a social science teacher from the University of Iceland in 2017. Before, she earned her M.A. in Applied Studies in Culture and Communication and has recently been working on editing video-interviews as education material for museums and exhibits.  Within the world of museums, she explores ways to opening up the museums to the communities around them, and thus initiate a dialogue where diversity is celebrated in empowering ways.

Á sviði safnastarfs hefur hún áhuga á að leita leiða til að opna söfn fyrir nærsamfélaginu og koma á samtali þar sem fjölbreytileikinn fær notið sýn á valdeflandi hátt.

Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir is a visual and media anthropologists, graduated from the Freie Universität Berlin in 2015. She utilizes stories and storytelling to get insights into the worlds of the children and youth in East Greenland, where she lives part of the year.
johannabjork.net

Karina Hanney Marrero is a creative project manager and art theorist. She completed her Masters in Contemporary Art Theory at Goldsmiths College, London in 2014. In recent years she has contributed to different projects and publications in Reykjavík, London and Winnipeg, Canada. Karina’s current research focuses on marginal histories, material culture as intervention, and food politics.
karinahanneymarrero.net


Other similar projects
Museum 2.0 by Nina Simone 
Michelle DelCarlo

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s