Hvað er þetta eiginlega?

Smástundarsafnið sækir Hönnunarsafn Íslands heim sunnudaginn 7. júlí á íslenska safnadeginum. Hönnunarsafnið er á Garðatorgi 1 í Garðabæ og munum við opna starfsemina kl. 15.00-17.00.Question_mark_(black_on_white)

Nú spyrjum við: Átt þú hlut sem þú hefur aldrei áttað þig á hvernig virkar eða hvað hann gerir? Komdu með hann til okkar á Hönnunarsafnið og leyfðu okkur og öðrum að sjá.

Veitingar í boði að vöndu

Láttu sjá þig og upplifðu Smástundarsafnið

Árs afmæli Smástundarsafnsins

Nú er ár liðið frá stofnun Smástundarsafnsins. Okkur langar að þakka öllum þeim sem hafa litið við hjá okkur og hlökkum til að hitta enn fleira fólk og fræðast um gersemar þeirra. Takk fyrir allt samstarf, allar stundir og allt góða kaffisötrið.

Í tilefni afmælisins  gáfum við okkur nýtt lén  >  smastundarsafnid.com
Hér er svo afmæliskveðja í myndbandsformi

Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd

Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd

Við viljum benda áhugasömum á Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd. Rewald hefur haldið annan pop up viðburð í Ástralíu og í báðum tilfellum safnar hann frásögnum og ljósmyndum af hlutum tengdum eldamennsku. Við hlökkum til að fylgjast með þessu verkefni. Nánar má fræðast um viðburð Rewalds á facebook viðburði hans.

Takk fyrir okkur / Thank you for a wonderful evening!

Við viljum þakkað öllum þeim sem komu við hjá okkur á Landnámssýninguna Reykjavík 871±2 í gærkveldi, þetta var ótrúlega skemmtilegt! Það er hrein skemmtun að forvitnast um söfnin ykkar!

Safnkosturinn fer sífellt stækkandi og það má vænta þess að við hlöðum inn bæði frásögnum og myndum á næstu vikum.

Við erum strax farnar að skipuleggja næsta viðburð, fylgist með!

……………       ……………..        …………..

We would like to thank everyone who dropped by at the Settlement exhibition last night, we had a blast! Learning about your personal collections was a pure pleasure!

Our collection of narratives and pictures grows after every event, we expect to upload last nights additions in the coming weeks.

The next Pop up event is in the works, stay tuned!

setið við skriftir

Smástundarsafnið á Safnanótt 8. febrúar kl: 21 – 23

photo by Jóhanna

(English / Polski below)

SAFNAR ÞÚ EINHVERJU? Frímerkjum? Skopparaboltum? Póstkortum? Minningum? Komdu með sýnishorn úr þínu eigin safni og taktu þátt í Smástundarsafninu sem opnar á Safnanótt á Landnámssýningunni 8. febrúar kl. 21 – 23. Segðu okkur og öðrum frá því af hverju þú safnar. Stórt sem smátt, allt er leyfilegt.

Frásagnir ykkar ásamt ljósmynd af hlutunum verða síðan gerð aðgengileg á heimasíðu Smástundarsafnsins að viðburðinum loknum. Komdu við og segðu frá safninu þínu!

Við verðum með heitt á könnunni og með því!

English:

Do you collect something? Stamps? Superballs? Postcards? Memories? Bring a sample of your own collection and take part in the Pop Up Museum, which opens on Museum Night (Safnanótt), at the Settlement Exhibition in Aðalstræti 16 between 9 and 11 PM. Come, show and tell us and others, about your collection. Old, or new, large or small, every object has its value.

Polski:

Czy jesteś kolekcjonerem? Zbierasz znaczki? Piłeczki z kauczuku? Wspomnienia? Zaprezentuj próbkę swojej kolekcji na spotkaniu POP UP MUZEUM podczas Nocy Muzeów, w sobotę – 8 lutego od godziny 21.00 do 23.00 w Muzeum Osadnictwa 871/ – +2. Opowiedz nam historię przedmiotów, które mają dla ciebie szczególne znaczenie, lub dlaczego nie jesteś kolekcjonerem. Duże i małe przedmioty mogą mieć równie ciekawe historie. Twoja opowieść lub fotografia przedmiotu będzie zamieszczona na stronie Pop Up Muzeum po spotkaniu. Odwiedź nas i podziel się historią swojej kolekcji. Na miejscu zapraszamy również na drobny poczęstunek.

Facebook event.

Smástundarsafnið fer til Stykkishólms

Jólin, jólin, jólin koma brátt. Hvað kemur þér í hátíðarskap? Áttu hlutinn? Uppskriftina? Seríuna? Tónlistina? Spilin?

Komdu með hlutinn til okkar í Smástundarsafnið 13. desember kl. 20 – 22í Norska Húsið í Stykkishólmi og segðu okkur og öðrum frá sem er ómissandi á þínum jólum. Frásagnir ykkar ásamt ljósmynd af hlutnum verða síðan gerð aðgengileg á heimasíðu safnsins að viðburðinum loknum. Komdu við og segðu frá jólunum þínum!

Hjálpumst við að skrá sögu fólksins í landinu og auka vægi hversdagsins. Við verðum með heitt á könnunni og með því!

Sjá má viðburðinn hér.

……………………………………………

Christmas! What fills you up with Christmas spirit? Is it the perfect recipe? A special carol? A movie? A dress, sweater or a tie?

Please visit us at The Pop Up Museum on Desember 13th between 20 – 22 at Norska Húsið in Stykkishólmur. Bring that something which reflects your personal Christmas tradition. We will take photos of the object, while you document its story and later upload it on our website.

Help us enlarge the part of everyday life in history. We will offer hot drinks and cookies!

You can join the event here.

Smástundarsafninu á Ísafirði er aflýst

Heil og sæl,

Það er með miklum harmi sem við tilkynnum að Smástundarsafnið kemst ekki Vestur vegna veðurs, ætlum að reyna að endurbóka ferðalagið og verður það auglýst nánar síðar. Biðjust velviðingar á öllum óþægindum sem að þetta kann að valda.

We are so very sorry to announce that The Pop Museum will not make it to Ísafjörður this weekend because of the weather, we will definitely reschedule and keep you posted. We are sorry for any inconvenience.

 

bestu kveðjur

Edda, Jóhanna og Karina