Skemmtun á Ísafirði

Síðast þegar við ætluðum að koma á Ísafjörð, setti náttúran og stormurinn á okkur farbann. Nú sýnist okkur vorið á næsta leiti og við  ætlum að gera aðra tilraun til þess að skjóta upp kollinum í Edinborgarhúsinu. Við ætlum að vera þar á milli kl 14-16 laugardaginn 16. mars. Þemað er SKEMMTUN enda er þekkt að Ísfirðingar og nærsveitarfólk kann að skemmta sér.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Safngripur – febrúar

Safngripur febrúarmánaðar bættist við safneigninga í heimsókn Smástundarsafnsins í Norska húsinu á Stykkishólmi fyrir jólin í fyrra. Þetta eru gifsstyttur af Maríu, Jósep og Jesúbarninu búnar til á Spító árið 1960. Í ljós kom að fleiri bæjarbúar áttu slíkar gifsstyttur og minningarnar fóru á flug í hugljúfum umræðum tengdum æskuárum, jólaföndri og jólahefðum og virðingunni fyrir styttunum, sem þrátt fyrir að vera komnar til ára sinna fá að njóta sín óbreyttar.

Hvað segið þið?

Jósef Maria Jesúbarn

EB14

Við opnum í dag!

Smástundarsafnið opnar í dag á Háskólatorgi kl 14-16. Við hvetjum alla til að taka þátt og koma með eitthvað sem fær þá til að hugsa um FRÍ, sem er þema safnsins að þessu sinni. Komdu broti úr lífi þínu á framfæri og vertu partur af stærri heild.

Hlökkum til að sjá þig