Takk fyrir komuna!

Okkur langar að þakka öllum þeim sem komu við í dag, frumraun Smástundarsafnsins gékk vonum framar. Við stefnum ótrauðar á áframhaldandi safnastarf, sjáumst í sumar!

Skoða má myndir frá opnuninni hér.

Stefnum á að vinna úr því efni sem safnaðist saman í dag hið fyrsta, fylgist grannt með.

Edda og Karina safnstjórar

Smástundarsafns gripa dæmi

 Reykjavík , 25. apríl 2012

Þessa skó keypti ég í heimsóknarferð minni til Glasgow 2009. Þeir eru til minningar um bæði ferðina og endurfundi við ótrúlega góða vinkonu sem ég var ekki búin að sjá í hálft ár en hún bjó þá í Glasgow og ég Groningen í Hollandi. Í þessari ógleymanlegu ferð þá fórum við víða, eftirminnilegast var að fara á kúrekabarinn í norðurvestur Glasgow þar sem allir dönsuðu línudans og vískíið kostaði 2 pund glasið, það var borið fram í mjólkurglasi. Fyrir utan barinn hittum við konu sem gékk um á tánum og sýndu öllum þeim sem sjá vildu tígrisdýratattúið sitt, ég þáði það ekki en frétti að það hafi verið staðsett á mjög svo viðkvæmum stað. Þessir skór minna mig á þessa ferð og þær ótrúlegu frábæru stundir sem ég átti með vinkonum mínum þessa löngu fríhelgi. Ekki skemmir fyrir að þetta voru fyrstu hælaskórnir mínir.

karina hanney

Þema Smástundarsafnsins 18. maí 2012!

Þema smástundarsafnsins verður FRÍ, þetta ræðst af tvennu. Í fyrsta lagi var það dagsetningin en Alþjóðlegi Safnadagurinn er 18. maí næstkomandi og því tilvalið að rifja upp sögur um frí eða velta vöngum yfir þá frídaga sem eru í vændum. Í öðru lagi erum við safnastjórnendur viss um að allir hafa farið í frí, þó að frídagarnir mættu e.t.v. vera fleiri.

Leggið því höfðuðið í bleyti og gramsið ofan í gamlar skúffur, box og önnur efnisleg eða huglæg skúmaskot og finnið grip, hlut eða hvað annað sem ykkur dettur í hug sem tengist þemanu og á sér hverskonar sögu!

Sjáumst í maí! Ég skal segja ykkur sögu af sólhattinum mínum.