Árs afmæli Smástundarsafnsins

Nú er ár liðið frá stofnun Smástundarsafnsins. Okkur langar að þakka öllum þeim sem hafa litið við hjá okkur og hlökkum til að hitta enn fleira fólk og fræðast um gersemar þeirra. Takk fyrir allt samstarf, allar stundir og allt góða kaffisötrið.

Í tilefni afmælisins  gáfum við okkur nýtt lén  >  smastundarsafnid.com
Hér er svo afmæliskveðja í myndbandsformi

Smástundarsafnið

Með Smástundarsafninu viljum við víkka út safnahugtakið á Íslandi með þátttöku- og samræðu aðferðum sem við teljum stuðla að betra samfélagi. Við viljum efla og þróa samstarf í landinu, vonandi velta við steinum og skapa umræðu um sögu þjóðarinnar með því að undirstika smásögur einstaklinga sem hér búa eða hafa tengsl við land og þjóð. Safnið hefur það að markmiði að vera opið öllum til þátttöku og ætlar að vinna markmisst að því að fá ólíka hópa til að taka þátt. Markmiðum okkar hyggjumst við best ná með því að vera frjálst og óháð safn.  Við sem að safninu stöndum viljum fara víða og setja upp Smástundarsafn á stöðum sem hefðbundin söfn gera síður og kynnast því fólki sem á síður rödd innan þeirra.

Takk fyrir komuna!

Okkur langar að þakka öllum þeim sem komu við í dag, frumraun Smástundarsafnsins gékk vonum framar. Við stefnum ótrauðar á áframhaldandi safnastarf, sjáumst í sumar!

Skoða má myndir frá opnuninni hér.

Stefnum á að vinna úr því efni sem safnaðist saman í dag hið fyrsta, fylgist grannt með.

Edda og Karina safnstjórar