Þakkir á safnadegi

Við Smástundarsafns-dömur þökkum Hönnunarsafni Íslands og öllum þeim sem komu við hjá okkur í dag á Íslenska safnadeginum kærlega fyrir komuna. Það leynast dularfullir hlutir í mörgum skúmaskotum á íslenskum heimilum. Vonandi eru einhverjir ykkar einhverju nær um eiginverk dularfullu hlutanna eftir daginn í dag.

Gleðilegan safnadag!

 

Árs afmæli Smástundarsafnsins

Nú er ár liðið frá stofnun Smástundarsafnsins. Okkur langar að þakka öllum þeim sem hafa litið við hjá okkur og hlökkum til að hitta enn fleira fólk og fræðast um gersemar þeirra. Takk fyrir allt samstarf, allar stundir og allt góða kaffisötrið.

Í tilefni afmælisins  gáfum við okkur nýtt lén  >  smastundarsafnid.com
Hér er svo afmæliskveðja í myndbandsformi

Skemmtileg stund í Edinborgarhúsinu

Kæru skemmtilegu Ísfirðingar.

Mikið svakalega skemmtum við okkur vel, Smástundarsafns-dömur, á heimsókn okkar í Edinborgarhúsið á Ísafirði um helgina. Við vorum ánægðar með hvað margir komu gagngert til að taka þátt, með dásamlega skemmtilega hluti og sögur þeim fylgjandi. Þið stóðuð vel undir nafni. Og ekki spillti fyrir að veðurguðirnir bættu okkur upp veðurofsann fyrr í vetur með blíðskapar-bongó-blíðu.

Myndir og sögur eru væntanlegar innan skamms. Hlökkum til að heyra í ykkur öllum um viðburðinn, bæði Ísfirðingum sem og öðrum.

edinborgarhúsið_wp

Edinborgarhúsið í bongó-vetrar-blíðu

Takk fyrir okkur / Thank you for a wonderful evening!

Við viljum þakkað öllum þeim sem komu við hjá okkur á Landnámssýninguna Reykjavík 871±2 í gærkveldi, þetta var ótrúlega skemmtilegt! Það er hrein skemmtun að forvitnast um söfnin ykkar!

Safnkosturinn fer sífellt stækkandi og það má vænta þess að við hlöðum inn bæði frásögnum og myndum á næstu vikum.

Við erum strax farnar að skipuleggja næsta viðburð, fylgist með!

……………       ……………..        …………..

We would like to thank everyone who dropped by at the Settlement exhibition last night, we had a blast! Learning about your personal collections was a pure pleasure!

Our collection of narratives and pictures grows after every event, we expect to upload last nights additions in the coming weeks.

The next Pop up event is in the works, stay tuned!

setið við skriftir

Hverju safnar þú? Smástundarsafnið á Landnámssýningunni 8. febrúar

IMG_0936

Gífurlega góð stemning skapaðist í gær á Landnámssýningunni á safnanótt. Við viljum þakka ykkur frábæra fólk fyrir að deila með okkur hugmyndaauðgi ykkar og fróðlegum sögum á bak við hlutina. Þannig fengum við að kynnast steinasöfnum, tilraunasafni, servéttusöfnum, vetlingasöfnum, náttúrugripasöfnum, ilmvatnsglasasafni, peskallasafni, handverkssafni og svo mætti lengi telja. Fylgist endilega með heimasíðunni okkar þar sem við munum á næstu dögum bæta inn frásögnum ykkar og myndum af hlutunum inn í safnkostinn okkar.

Bestu þakkir með óskum um góðar stundir.