Þakkir á safnadegi

Við Smástundarsafns-dömur þökkum Hönnunarsafni Íslands og öllum þeim sem komu við hjá okkur í dag á Íslenska safnadeginum kærlega fyrir komuna. Það leynast dularfullir hlutir í mörgum skúmaskotum á íslenskum heimilum. Vonandi eru einhverjir ykkar einhverju nær um eiginverk dularfullu hlutanna eftir daginn í dag.

Gleðilegan safnadag!

 

Hvað er þetta eiginlega?

Smástundarsafnið sækir Hönnunarsafn Íslands heim sunnudaginn 7. júlí á íslenska safnadeginum. Hönnunarsafnið er á Garðatorgi 1 í Garðabæ og munum við opna starfsemina kl. 15.00-17.00.Question_mark_(black_on_white)

Nú spyrjum við: Átt þú hlut sem þú hefur aldrei áttað þig á hvernig virkar eða hvað hann gerir? Komdu með hann til okkar á Hönnunarsafnið og leyfðu okkur og öðrum að sjá.

Veitingar í boði að vöndu

Láttu sjá þig og upplifðu Smástundarsafnið

Árs afmæli Smástundarsafnsins

Nú er ár liðið frá stofnun Smástundarsafnsins. Okkur langar að þakka öllum þeim sem hafa litið við hjá okkur og hlökkum til að hitta enn fleira fólk og fræðast um gersemar þeirra. Takk fyrir allt samstarf, allar stundir og allt góða kaffisötrið.

Í tilefni afmælisins  gáfum við okkur nýtt lén  >  smastundarsafnid.com
Hér er svo afmæliskveðja í myndbandsformi

Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd

Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd

Við viljum benda áhugasömum á Pop up Museum Andrew Rewald: The taste of Skagaströnd. Rewald hefur haldið annan pop up viðburð í Ástralíu og í báðum tilfellum safnar hann frásögnum og ljósmyndum af hlutum tengdum eldamennsku. Við hlökkum til að fylgjast með þessu verkefni. Nánar má fræðast um viðburð Rewalds á facebook viðburði hans.

Skemmtileg stund í Edinborgarhúsinu

Kæru skemmtilegu Ísfirðingar.

Mikið svakalega skemmtum við okkur vel, Smástundarsafns-dömur, á heimsókn okkar í Edinborgarhúsið á Ísafirði um helgina. Við vorum ánægðar með hvað margir komu gagngert til að taka þátt, með dásamlega skemmtilega hluti og sögur þeim fylgjandi. Þið stóðuð vel undir nafni. Og ekki spillti fyrir að veðurguðirnir bættu okkur upp veðurofsann fyrr í vetur með blíðskapar-bongó-blíðu.

Myndir og sögur eru væntanlegar innan skamms. Hlökkum til að heyra í ykkur öllum um viðburðinn, bæði Ísfirðingum sem og öðrum.

edinborgarhúsið_wp

Edinborgarhúsið í bongó-vetrar-blíðu

Skemmtun á Ísafirði

Síðast þegar við ætluðum að koma á Ísafjörð, setti náttúran og stormurinn á okkur farbann. Nú sýnist okkur vorið á næsta leiti og við  ætlum að gera aðra tilraun til þess að skjóta upp kollinum í Edinborgarhúsinu. Við ætlum að vera þar á milli kl 14-16 laugardaginn 16. mars. Þemað er SKEMMTUN enda er þekkt að Ísfirðingar og nærsveitarfólk kann að skemmta sér.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Safngripur – febrúar

Safngripur febrúarmánaðar bættist við safneigninga í heimsókn Smástundarsafnsins í Norska húsinu á Stykkishólmi fyrir jólin í fyrra. Þetta eru gifsstyttur af Maríu, Jósep og Jesúbarninu búnar til á Spító árið 1960. Í ljós kom að fleiri bæjarbúar áttu slíkar gifsstyttur og minningarnar fóru á flug í hugljúfum umræðum tengdum æskuárum, jólaföndri og jólahefðum og virðingunni fyrir styttunum, sem þrátt fyrir að vera komnar til ára sinna fá að njóta sín óbreyttar.

Hvað segið þið?

Jósef Maria Jesúbarn

EB14