Fyrsta Smástundarsafnið var haldið á Háskólatorgi rétt fyrir sumarfrí Háskóla Íslands, 18.maí 2012. Nemar voru flestir búnir í prófum og höfðu skilað af sér verkefnum og gátu farið að hlakka til sumarfrísins. Við spurðum hvaða hluti þeir tengdu við frí.
Samhliða Smástundarsafninu sýnu nemendur í námskeiði í sjónrænni mannfræði afrakstur lokaverkefnis síns. Á námskeiðinu voru nemendur hvattir til að kanna ólíkar leiðir til að miðla mannfræðirannsóknum sem var kærkomið frí frá hinum hefðbundna akademíska texta.